þriðjudagur, júlí 18, 2006

Verður Ísland stærsta gosdósaverksmiðja heims?

Því hefur lengi verið logið að fólki að álið sem brætt er á Íslandi sé notað í flugvélar og jafnvel gengið svo langt að segja að ef þú sért á móti fleiri álbræðslum þá sé siðferðilega rangt hjá þér að fljúga til útlanda. Álið sé því hrikalega mikilvæg framleiðsla fyrir heimsvæðinguna og ferðamennsku milli landa. Mbl.is greinir þó loksins núna frá því í neðanmálsgrein í dag að flugvélaframleiðendur séu nú óðar að hætta að nota ál í flugvélar, það sé ekki nógu sterkt og of þungt. Það sé þó allt í lagi því álframleiðendur Íslands selji ekki eitt einasta gramm til flugvélaframleiðenda.

„Áhrifin á áliðnaðinn séu hins vegar lítil þar sem flugvélaframleiðsla skýri ekki nema lítinn hluta álframleiðslu í heiminum. Álframleiðendur á Íslandi framleiða ekkert fyrir flugvélaiðnaðinn svo áhrifin á íslenskan markað yrðu hverfandi.“

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Blogger Annie said...

Hvað segirðú Örn Úlfar?

Annie Gott fólk.

4:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home