Snilldarfréttir
Sem ég sit við Árósa, berast ekki tíðindi um að vinir mínir Flóki og Elísabet Þórey, hafi gengið í sýslumannskt heilagt hjónaband í dag. Og læti á leiðinni. Una Sólveig vinkona mín fær félagsskap og verður stóra systir.
Hér í Aarhus er allt á suðupunkti. Á leiðinni hingað í gær stoppuðum við feðgarnir í Horsens til að skoða aðstæður. Svo heppilega vildi til að öryggisverðir á tónleikasvæðinu voru í smókpásu þannig að við gátum labbað um allt og hoppuðu upp á sviðið sem Stones munu spila á á morgun. Eigum myndir. Síðar. Horfðum á tvenna tónleika fyrir svefninn og spiluðum á gítar.
Góður dagur hér í dag. Sól og grilluðum í bakgarðinum hjá Kára. Fleiri gítarlög. Upphitun.
Tónleikarnir byrja 21:30 á morgun. Við leggjum af stað héðan klukkan 11 í fyrramálið. Ég hangi á húninum þegar hliðið opnar klukkan 17.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home