miðvikudagur, október 11, 2006

Lagnafréttir

Vanmetnasti pistlahöfundur landsins skrifar dálk undir heitinu Lagnafréttir í Fasteignablað Moggans og hleyp ég út á náttfötunum á hverjum mánudagsmorgni til að góma blaðið. Út frá hinu sértæka sjónarhorni pípulagningameistarans nálgast Sigurður Grétar mörg helstu álitaefni samtímans og bendir á leiðir til úrbóta, til dæmis í síðasta pistli þegar hann bendir á fjöldamörg rök sem hníga að því að karlmenn eigi frekar að pissa sitjandi en standandi. Ég segi nú fyrir mig að það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, en samt: Sigurður bendir á rannsókn sem sýnir að ákveðið hlutfall af pissinu leysist upp á leiðinni ofan í skálina og sest á það sem fyrir verður. Þeir sem pissa standandi ofan í venjulegt klósett (Sigurður leggur til þvagskálar) eru því í raun að pissa í (eða á) buxurnar. Nú er að sjá hvort gamli hundurinn tylli sér eða bara lokar augunum og hleypir af.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta eru gagnlegar upplýsingar. Ég hef einmitt átt í alllöngu stríði við son pípulagningarmeistarans varðandi pissustellingar. Hann er á öndverðu meiði við föður sinn, og mig.

6:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home