föstudagur, janúar 12, 2007

Hafið þið hugsað um það hvernig ljósvakinn í kringum okkur er hlaðinn af útvarpsefni. Eru þetta ekki einhverjar 15-20 stöðvar sem eru sendar út á ýmsum tíðnisviðum en þjóta allar eins og vindur um eyru okkar. Ríkisútvarpið ber, að mínu mati, höfuð, herðar og búk yfir annað sem er í gangi og þar er á dagskrá eini útvarpsþátturinn sem ég sækist sérstaklega eftir að hlusta á: Orð skulu standa. Þar var ég einu sinni gestur meira að segja en stóð mig ekkert sérstaklega vel. Eitt af því fáu sem ég gat svarað sæmilega skammlaust var að botna vers eftir Megas. Megas þessi hefur sjálfur nýlokið þáttasyrpu sinni um rokkkónginn Elvis Aron Presley. Ég man eftir því þegar ég var í menntaskóla þá bauð Megas upp á aðra slíka seríu um annan kóng, verslunarerfingjann Robert Allan Zimmermann. Mér til óvæntrar og ómældrar gleði hefur Ríkisútvarp allra landsmanna hafið endurflutning á þessum stórbrotnu þáttum sem heita Slægur fer gaur með gígju. Smelltu til að hlusta á fyrsta þáttinn sem var í Útvarpinu á sunnudag.

(Sem gamall þulur hef ég leyfi til að kalla Útvarpið Útvarpið, læt öðrum eftir að nota orðskrípið Rás eitt).

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þakka þér fyrir að vekja athygli á þessu og gleðilegt ár.

kv.

hem

5:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home