miðvikudagur, janúar 03, 2007

Gleðilegt hár

Var að horfa aftur á skaupið. Það var skratti gott. Hápunktar: Sæmi rokk dansar jive, Árni Tryggvason deyjandi kaupmaður á horninu í faðmi Jóns Ásgeirs, leiknum af Gísla Erni, Dvergurinn í Orkuveituauglýsingunni og myndbandið sem Andri Snær sýnir um einhyrninginn og blómálfinn á Kárahnjúkum. Ekki held ég að framsóknarmenn hafi glaðst yfir því að rifjaðar voru upp ásakanir um að þeir hefðu keypt atkvæði í kosningunum í vor.

Annars var 2006 gott ár. Hápunktar: Rolling Stones, Kárahnjúkaferðin, bókarútgáfa, prófkjörsbarátta og Andalúsía. Besta platan: Modern Times. Besta bókin: 2006 í grófum dráttum. Besta myndin: A Praire Home Companion, Casino Royale og Börn. Kona ársins: Ásta mín.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home