Kominn heim
Maður er ekki kominn heim til Íslands fyrr en maður er búinn að lesa Bændablaðið, sem er líklega einn besti fjölmiðillinn í dag.
Hér er brot af því besta:
Fréttir:
Bílafyrirtæki hannar búnað sem skynjar kýr.
Hvað er vodka?
Grunnskólinn Tjarnarlundi gefur út vandað skólablað.
Auglýsingar:
Gotneskar jötugrindur - Kálfarnir komast ekki í gegn. VÉLAVAL, Varmahlíð (velaval.is)
Það er gaman að gegna - í húsunum frá Límtré-Vírneti
VERTU SKAPANDI, Á heimasíðu okkar, www.sbi.is, getur þú hannað þitt eigið hús á nokkrum mínútum og fengið verðútreikninga á 7 sekúndum.
Veldur súrdoði afurðatjóni? Hefur geldstöðufóðrun áhrif? Almennir fundir fyrir mjólkurframleiðendur. agro.
Fjós eru okkar fag. Landstólpi.
Til sölu ættbókarfærðir íslenskir hvolpar, fæddir 7. jan. Fjórir rakkar og fjórar tíkur. Fallegir hundar og traustir vinir sem ættu að prýða bústofninn á öllum íslenskum sveitaheimilum. Nánari uppýsingar í síma 894-9696.
Er selurinn til vandræða? Tek að mér að fækka sel. Hirði skinnin. Snyrtileg umgengni.
Þýskur 44 ára kvenmaður óskar eftir starfi í íslenskri sveit. Er með reynslu sem bóndi og 20 ára kynni af nautgripum. FJölhæfur vinnukraftur - engin eldabuska! Nánari uppl. gegnum netfangið Naturfreundin@t-online.de.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home