fimmtudagur, apríl 26, 2007

XB keyrir harkalegar TV-auglýsingar gegn VG


Mér fannst nokkuð athyglisvert þegar ég fór í bíó í gær að Framsóknarflokkurinn birti þar auglýsingu þar sem ráðist er harkalega á vinstri græna. Ég hef ekki séð svona roslega neikvæðar auglýsingar hér áður, alla vega ekki þar sem ráðist er beint á ákveðinn flokk eða á ákveðna persónu eins og Steingrím Joð og hann gerður að 'vonda kallinum' með ámáttlegum hræðsluáróðri. Ég er líka ósammála STeingrími um netlögguna en er ekki óþarfi að leggjast jafn lágt og Framsóknarflokkurinn gerir? Flokkurinn sem hefur staðið fyrir hátæknistoppi, velferðarstoppi og menntastoppi undanfarin 12 ár. Greinilegt að það er titringur í Framsókn og ægilega mikill pirringur gegn VG, þótt VG sé á niðurleið í könnunum og er þar samferða Framsókn.

En svona neikvæðar skítabombur virka ekki að mínu mati. Það væri alla vega slæm þróun í íslenskri pólitík.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home