mánudagur, júlí 02, 2007

Kolefnisójöfnuður

Ég er ringlaður. Um helgina réðst ég til atlögu við ófrýnilegt og illa hirt grasið kringum sumarbústaðinn á Laugarvatni. Var það mikið magn af grængresi fellt að velli með aðstoð vélknúins orfs. Hvað þarf ég að gera til að kolefnisjafna þennan gjörning. Og hvað með bílferðina upp eftir? Er ég að vinna umhverfishryðjuverk með því að grisja skóginn? Á ég að vera með samviskubit eða ekki?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home