miðvikudagur, júní 20, 2007

Þrjár vísbendingar um að maður sé kominn aftur til Íslands

1.
Siðanefnd blaðamannafélagsins, meðal annars skipuð upplýsingafulltrúum hjá hinu opinbera og lögfræðingi Framsóknarfyrirtækja, úrskurðar að Helgi Seljan hafi brotið siðareglur blaðamanna fyrir umfjöllun um óvenju hraða afgreiðslu hins opinbera í máli tengdadóttur ráðherra.

2.
Samvinnutryggingar leggja sig niður og afhenda sérkennilega þröngt völdum hópi milljarða króna með reglum sem virðast stríða gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

3.
Kallinn í Olís auglýsingunum er útnefndur borgarlistamaður.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Finnst þér ekki að Raggi eigi þetta skilið, að minnsta kosti frekar en margir aðrir, sem áður hafa verið "útnefndir"??

9:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home