þriðjudagur, október 16, 2007

Sjálfstæðismönnum finnst leikskólaráð ekki lengur merkilegt

Tók eftir því þegar kosið var í nefndir og ráð borgarinnar að enginn aðalborgarfulltrúi D-lista sóttist eftir sæti í leikskólaráði. Börðust þeir þó mjög fyrir því að málefni leikskólanna yrðu tekin úr menntaráði og sögðu það ekki bara gert til að leysa stólavandræði. Nú þarf að kalla til varamenn til að sinna þessu ráði. Í þessu kristallast áhugi D-lista á leikskólamálum, ef fólk hefur ekki tekið eftir manneklunni. Það ætti að vera forgangsverkefni hjá nýjum, og betri, meirihluta að takast á við þann vanda.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home