mánudagur, nóvember 05, 2007

Auglýsingabransinn

Einu sinni vann ég í (ekki lottói) í auglýsingabransanum. Þá var einn af árlegum hápunktum svokölluð SÍA árshátíð og grínið sem þar var gert að auglýsingum ársins. Flinkir auglýsingamenn tóku þá áberandi tv-auglýsingar og sneru út úr þeim með astoð fagfólks í kvikmyndaiðnaðinum. Oft var þetta heldur nastí og voru frumrit grínsins látin hverfa jafnharðan svo ekki er hægt að hafa upp á þessu snilldarefni nú. Mér er sérstaklega minnistætt þegar við á Góðu fólki sáum um þetta einu sinni og gerðum m.a. auglýsingu fyrir Kolkrabbann (það eru aðeins tvær leiðir til að flytja fólk og vörur til landsins....við eigum báðar) og sTal (þegar Tal var gagnrýnt fyrir að stela atriði úr Notting Hill.

En af einhverjum ástæðum er hægt að finna nýjasta auglýsinagrínið, frá hinni fínu auglýsingastofu Jónsson&Le'Macks á netinu. Checkit! Linkur: http://www.jl.is/media/sia.html

UPPFÆRT: Linkurinn virkar ekki. Gat verið!

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home