mánudagur, janúar 28, 2008

FA retro

Nú er ljóst að Man Utd og Arsenal mætast í FA bikarkeppninni. Liverpool mætir hins vegar Barnsley og Chelsea tekur á móti Huddersfield. Þetta hljómar eins og getraunaseðill frá byrjun 9. áratugarins.

Það er alltaf gaman að bikarkeppninni og þetta verður sturlbilaður hörkuleikur á Old Trafford. Rauði herinn og bláu sparigrísirnir ættu nú að komast áfram þótt liðin hafi ekki verið alveg nógu sannfærandi í bikarleikjum til þessa.

Helgin var fín nema hvað óvenjumikinn skítaþef lagði af rægisíðum Morgunblaðsins, sem við fáum óumbeðið. Dagur svaraði ágætlega fyrir sig í Silfrinu. Það er ljóst að sterk staða hans eftir þetta rugl allt saman fer í taugarnar á z-liðinu í Hádegismóum. En hver hlustar á þetta lið svo sem?

Davíð Logi, fyrrum blaðamaður Mbl orðar þetta kurteislegar
ég sé að í dag blása vindar um minn gamla vinnustað heima á Íslandi. Leiðaraskrif ritstjórans eru þar skýringin. Ég segi það eitt, að það er leiðinlegt að blaðið og það góða fólk sem þar starfar skuli þurfa að gjalda fyrir þann einarða ásetning ritstjórans að bera sigur úr býtum í því stríði sem hann telur sig verða að heyja um þessar mundir í pólitíkinni - með mismálefnalegum hætti. Persónulega hef ég miklar efasemdir um að sá stríðsrekstur þjóni hagsmunum Morgunblaðsins. En ef ég þekki mitt heimafólk rétt telur ritstjórinn að aðeins hann geti skilgreint þá hagsmuni, aðeins hann þekki þá til hlítar.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home