þriðjudagur, janúar 22, 2008

Sjallar í skralli

Þeir voru ekki alveg nógu kátir á svipinn sexmenningar Sjálfstæðisflokksins á Kjarvalsstöðum í gær þegar nýi borgarstjórinn, og sá gamli, ræddu við fjölmiðla. Líklega voru menn með óbragð í munninum af tilhugsuninni um samstarfið fram undan. Frjálshyggjumennirnir hlakka væntanlega til að ganga í það að kaupa verslunarhúsin á Laugaveginum af fyrirtækjum í einkageiranum og koma þar upp einhvers konar opinberri niðurgreiddri starfsemi, kannski Borgarbakarí. Flugvöllurinn verður festur enn frekar í sessi í hjarta borgarlandsins og spurning hversu glaður Gísli Marteinn gengur til þess verks. Nú tekur Sjálfstæðisflokkurinn við völdum í meirihluta sem þeir áður töldu alls ekki nógu sterkan daginn eftir kosningar (með flokki sem hefur klofnað síðan) og selja frá sér borgarstjórastólinn og mörg mikilvæg stefnumál. Góður díll? Og hvað með REI?

Mín fyrstu viðbrögð við þessu öllu saman eru vonbrigði. Ég held til dæmis að mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut séu rándýr og gríðarstór mistök enda færist vandinn aðeins til.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home