mánudagur, febrúar 04, 2008

12 hápunktar frá París

Að borða fasana í hádegismat kl. 3 og tína höglin úr honum
Að láta vaða á trufflumatseðil: Volgur mergur, andalifur, raviolí, fiskur, svínasíða, brie með salati og ís og fleira með svörtum og hvítum trufflum.
Að sjá kaþólikkana kyssa meinta þyrnikórónu Krists í Notre Dame.
Að sjá stemmninguna kringum Mónu Lísu á Louvre og skoða verk Leonardos up close.
Að sjá stemmninguna í Chanel búðinni.
Að rölta hálfan sunnudag um Marais, meðal annars í gyðingagötunni Rue Rosslseitthvað.
Að kaupa foi gras og vín beint frá bónda á markaði í Marais
Að gefa betlandi gyðingakonu ekki klink og rauðvínsflaskan í pokanum brotnar um leið (þorði ekki annað en að gefa henni pening að lokum og keypti ísraelska vínflösku í staðinn fyrir þá brotnu. Sú brotna hét Irancy, sú óbrotna Caanan. Þýðir það eitthvað?)
Að hlusta á nunnuna syngja í Sacre-Couer
Að kaupa hatt og ganga með hann í fyrsta skipti á ævinni.
Að reyna að útskýra söguna um Sæmund á selnum fyrir leigubílstjóra með orðunum "Once there was an Icelandic student in Sorbonne, in the 12th century...." og fá svarið "I don't know this man."
Að sjá gluggana í Saint Chapelle

Ekki beint rólegt en mjög rómantískt - það vita þeir sem þurfa að vita.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home