þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Flottasta campaignið

Obama er flottur, hann virðist vera með mjög góða ráðgjafa og gott fólk í vinnu fyrir sig. Skoðið þetta myndband sem byggir á ræðu sem hann hélt. Frasinn Yes We Can minnir á slagorðið I like Ike frá því í gamla daga. Takið líka eftir því hvernig HOPE breytist í VOTE í lokin. Það er merkilegt að þetta skuli ekki vera öfugt, þ.e. Vote breytist í Hope. Með því að gera þetta öfugt hvetur hann þá sem eiga jafnvel ekkert nema vonina til að mæta á kjörstaðinn - nýir kjósendur gætu verið bylgjan sem skolar Obama alla leið. Nóg um það - þetta er eitt flottasta kostningastöff sem ég hef séð:



Á hinn bóginn veit maður minna um það fyrir hvað maðurinn stendur. Það verður spennandi að vakna í fyrramálið og sjá hvernig ofurþriðjudagurinn (sprengidagurinn!) gerir sig þar vestra.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er rétt þetta er flott video. Hann er magnaður ræðumaður. En videoið er ekki gert af framboði Obama heldur sjálfstætt af stuðningsmönnum hans.

Lög um fjármál í stjórnmálum gera það nefnilega að verkum að sjálfstæðir hópar hafa miklu meira frelsi en flokkarnir og framboðin til að gera hluti. þess er ekki langt að bíða að svipaðir hlutir gerist á Íslandi.

3:13 e.h.  
Blogger Örn Úlfar said...

Þetta er athyglisverður punktur Friðjón, við höfum séð þetta gerast á Íslandi í aðdragana kosningabaráttunnar t.d. með auglýsingum Öryrkjabandalagsins, en ekki beint i sjálfum kosningum, í það minnsta ekki að eg muni. Fyrir utan frábæran performans í þessu myndbandi, bæði hjá Obama og selebbunum, þá dáíst ég að þvi, sem fagmaður, hversu meitluð og vel unnin skilaboðin eru: "Yes We Can" og Hope. Ég hef hins vegar ekki sett mig vel niður i stefnumálin, til dæmis var Krugman að segja að Hillary væri með miklu betra plan fyrir heilbrigðistryggingu fyrir almenning, að visu svolítið dýrara en það myndi tryggja að allir væru tryggðir, en leið Obama myndi aldrei ná þvi markmiði.

Svona almenn og uppbyggileg skilaboð ganga væntanlega í gegnum allar auglýsingar frambjóðandans og stærri herferðir sjálfstæðra hópa. Svo er til hliðar ljótari herferð: "She voted for the war" etc. Það hlýtur að vera gaman fyrir stjórnmaladýr eins og Friðjón að búa í Bandaríkjunum þessi dægrin.

4:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Krugman er langt í frá hlutaus álitgjafi. Hann er búinn að vera í Hillary liðinu lengi eins og meirihlutinn af New York intelegensíunni. Ég hef ekki séð hann gagnrýna neitt sem frá henni kemur.

Auglýsti annars ekki BSRB líka fyrir síðustu kosningar?

6:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home