fimmtudagur, mars 06, 2008

Sjónvarpsklúður allra tíma?

var í annars fínni umfjöllun um bandarísku forsetakosningarnar í Kastljósi í gær. Ekki var aðeins birt röng auglýsing - heldur kol kol kolröng auglýsing. Trúði Jóhanna Vilhjálmsdóttir því virkilega að Clinton væri að auglýsa að hún ætlaði að senda dauðasveitir á heimili fólks? Hún var alla vega hissa á því að þetta væri ekki rétta auglýsingin. Og búið að leggja vinnu í að texta þessa kol kol kol kol vitlausu auglýsingu! Svona gerist bara þegar kastað er til höndum við undirbúning. Enginn stóridómur en einfaldlega áminning um að vanda sig.

Hér er rétta auglýsingin.



Fann hins vegar ekki þessa kol kol kol vitlausu auglýsingu sem Kastljós notaði.

*** Viðbót ***

Mér fannst mannsbragur á afsökunarbeiðni Þórhalls í Kastljósinu daginn eftir. Smart.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er með ólíkindum að búið hafi verið að texta auglýsinguna án þess að nokkur hafi fattað vitleysuna.

Jóhanna var eins og Frímann í Sigtinu, vantrúa en þóttist vera með á nótunum þegar búið var að benda henni ítrekað á að um ranga auglýsingu væri að ræða.

EG

12:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er með allar auglýsingarnar hér:
fridjon.eyjan.is/2008/03/06/agaett-kastljos-thratt-fyrir
Þar eru þessi að ofan, svar Obama og svo sú sem Kastljós sýndi.

Annars er mér sagt að Jóhanna og Þórhallur hafi séð réttu auglýsinguna en klúðrið hefi orðið í pródúksjón

3:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home