Ferðaþjónusta
Tvær litlar fréttir í gær gerðu mér ljóst að ég er að fá antípata á ferðaþjónustu. Önnur fréttin var um að landeigendur á Kerinu hefðu lokað því fyrir liði sem kemur þangað með þúsundir manna í atvinnuskyni. Atvinnumönnunum dettur að sjálfsögðu ekki í hug að greiða krónu í aðgangseyri frekar en fararstjóranum sem var brjálaður yfir þvi að japanskir ferðamenn hefðu þurft að pissa bak við stein við Dettifoss. Fararstjórinn fáraðist yfir því að klósettin væru biluð og komst með það í útvarpsfréttir. Enginn spurði þó hvers vegna honum þætti allt í lagi að japönsku pissi og kúk væri dreift út um allt á þessum merkilega stað.
Er þetta ferðaþjónustulið ekki bara frekjudósir?
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
Er þetta ekki dálítið harður tónn hjá þér í garð þíns gamla yfirmanns?
Skrifa ummæli
<< Home