þriðjudagur, september 23, 2008

Magnaður leiðari

Ritstjóri Fréttablaðsins setur upp silkihanskana áður en hann lætur svipuna dynja á Seðlabankastjóranum í leiðara í dag. Í þessum kurteislegu svívirðingum rekur Þorsteinn þá gagnrýni sem komið hefur fram úr innstu efnahagslegu myrkviðum Sjálfstæðisflokksins á krónustefnu Davíð - gagnrýni Jónasar Haralz og Einars Benediktssonar. Þorsteinn minnir á að þeir félagar hafi óskað eftir því að Seðlabankinn gerði ítarlega grein fyrir árangri peningamálastefnunnar sem fylgt hefur verið frá aldamótum.

Fallast verður á að slíkur málefnalegur rökstuðningur af hálfu Seðlabankans væri gagnlegur fyrir áframhald umræðunnar.

Svar bankastjórnarinnar sem nú liggur fyrir í nefndu sjónvarpsviðtali var einkar skýrt og afdráttarlaust. Bankastjórarnir, einn fyrir alla og allir fyrir einn, líta einfaldlega svo á að slíkur málflutningur sé „lýðskrum" og á honum hafi menn á þeim bæ bæði „skömm" og „fyrirlitningu". Sannarlega er ekki unnt að kvarta yfir því að svör hafi ekki fengist við hógværri beiðni.

Þegar þetta svar liggur fyrir af hálfu bankastjórnarinnar vaknar hins vegar upp sú spurning hvort það byggi á mati hagsviðs bankans.


Svo klikkir fyrrverandi formaður út með satínklæddri ábendingu um að hollast væri að reka Davíð:

Rétt er að minna á að aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur í blöðum heima og erlendis í rúm tvö ár lýst þeirri skoðun að ávinningur þess að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli sé minni en enginn og auki fremur á sveiflur í þjóðarbúskapnum en að draga úr þeim. Hvernig sem undirbúningi að svari bankastjórnarinnar var háttað bendir efni þess ótvírætt til að bankinn þurfi að taka á innri málum. Það er spurning um traust og trúverðugleika í bráð og lengd.


Smekklega gert.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home