þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Stemmningin 9. ágúst

Það er óhætt að mæla með því að gifta sig með látum.

Það er magnað að sjá sína heittelskuðu ganga inn kirkjugólfið í Háteigskirkju. Það er stórkostlegt að fá góðan vin til að gefa okkur saman og fá skemmtilega persónulega ræðu. Æðislegt að keyra um bæinn í glæsibifreið með einkabílstjóra sötrandi eðal kampavín og fá þjóðhöfðingja móttökur í miðbænum. Gaman að fara í myndatöku í sínu fínasta pússi. Stórkostlegt að fagna með allri fjölskyldunni og vinunum í blíðskaparveðri í Elliðaárdalnum. Ótrúlegt að hlusta á allar ræðurnar og frumsömdu textana og sjá myndasýningarnar. Himneskt að borða klausturbleikjuna og lambafilléið frá Lalla og félögum. Seiðmagnað að dansa inn í nóttina við undirleik Svitabandsins og fá jafnvel að taka lagið með eiginkonunni. Unaðslegt að koma heim og finna þar óvænt kælt kampavín, konfekt og jarðarber. Geggjað að......


Þakka öllum sem komu við sögu á þessum ógleymanlega degi kærlega fyrir. Einnig þeim sem sendu skeyti, skilaboð, sms, facebook-kveðjur og fleira.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk sömuleiðis og skilaðu kveðju til Ástu. Við Silla skemmtum okkur mjög vel.

Áttu ekki að vera kominn til suður eftir að sleikja sömu sól og Egill Helgason?

EG

2:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta á að vera suður eftir en ekki til suður eftir. En spurningin stendur.EG

3:19 e.h.  
Blogger Örn Úlfar said...

Við förum til Grikklands ef Egill leyfir þann 20. ágúst, sem ég vona að dugi til að sleppa við mesta high-season-ið.

3:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hér kemur ein síðbúin hamingjuósk frá fyrrverandi nágrönnum á Reynimelnum!! Allt fréttir maður á bloggrúntinum...
Ást og friður

María og Óli

9:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home