Memento Mori Ólafur
Til að fagna miklum sigrum riðu rómverskir herforingjar fylktu liði inn í Rómaborg við mikinn fögnuð lýðsins og þáðu viðurkenningar af æðstu ráðamönnum. Sérstakur maður hafði það hlutverk að halda kórónu yfir höfði herforingjans og hvísla stöðugt í eyra hans orðin „Memento mori - mundu að þú ert dauðlegur“. Þetta var gert til að minna viðkomandi á að hann væri af þessum heimi, en ekki goð.
Ég sá Gunnar Smára alveg fyrir mér að brillera í þessu hlutverki - en sirkusinn heldur víst áfram og borgin, leikskólarnir, grunnskólarnir, öldrunarþjónustan og orkufyrirtækin stjórnlaus á meðan. Það nýjasta: Kynningarfundi, sem átti að vera í dag um dagskrá Menningarnætur í Reykjavík, hefur verið aflýst.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home