Miðvikudagur Steins Steinarrs
Miðvikudagur. - Og lífið gengur sinn gang,
eins og guð hefur sjálfur í öndverðu hugsað sér það.
Manni finnst þetta skrýtið, en samt er það satt
því svona hefir það verið og þannig er það.
Þér gangið hér um með sama svip og í gær,
þér sigrandi fullhugar dagsins, sem krónuna stýfið.
Í morgun var haldið uppboð á eignum manns,
sem átti ekki fyrir skuldum. - Þannig er lífið.
Og mennirnir græða og mennirnir tapa á víxl,
og mönnum er lánað, þó enginn skuld sína borgi.
Um malbikuð strætin berst múgsins háværa ös,
og Morgunblaðið fæst keypt niðr' á Lækjartorgi.
Miðvikudagur. - Og lífið gengur sinn gang,
og gangur þess verður víst hvorki aukinn né tafinn.
Dagbjartur múrari eignaðist dreng í gær,
í dag verður herra Petersen kaupmaður grafinn.
(Úr Rauður loginn brann)
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home