föstudagur, desember 12, 2008

Góða ferð meistari

Þegar ég var í Gagnfræðaskóla Keflavíkur, Holtaskóla, hengu risastórar myndir af Hljómum í sal skólans. Þar sem ég vinn núna hangir risastór mynd af Rúnari Júlíussyni og er það vel. Þótt lögin hans séu ekki endilega þau bestu þá er alltaf í þeim einstök stemmning, einlæg og vítamínrík. Og keflvíski hreimurinn stórkostlegur. Fyrsta skiptið sem ég sá hann spila var á 17 júní æsku minnar í Keflavík en síðan hef ég upplifað tónleika víða; á Akureyri, í Úthlíð, í Stapa og á SÍA balli í Súlnasal þar sem óskalögin mín fengu að hljóma hvert á fætur öðru. Sveitapiltsins draumur var líklega spilaður þrisvar það kvöld. Einnig varð ég vitni að endurkomu Hljóma í Laugardalshöllinni og var það magnað. Nú hefur Rúnar Júlíusson húkkað sér far aðra leiðina eftir Reykjanesbraut eilífðarinnar. Góða ferð meistari!

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home