Gauti og Krugman
Ánægður með að Nóbelsverðlaunahafinn Krugman sé ánægður með Gauta. Kom heim til Krugmans með Gauta og Stjána snemma árs 2001. Þá stóð hann fyrir utan húsið í gúmmístígvélum og var að vökva ef ég man rétt. Útvarpsfréttamaðurinn Stjáni vildi taka stutt viðtal en Krugman þverneitaði. Sagði að ef menn vildu vita hans skoðanir á nýjum forseta og ríkisstjórn þá gætu menn lesið pistlana hans í New York Times. „My opinion lands on millions of doorsteps every day“ ef ég man þetta rétt. Samt var hann ekki búinn að vinna Nóbelinn á þessum tíma.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home