Ekki er hár söðull kóngsins
Það mátti búast við þessu. Ekki er fyrr búið að slengja því framan í alþjóð að Björn Jörundur sé í þeim stóra hópi sem einhvern tímann hefur fengið sér í nebbann, þá spretta fram vandlætarar og siðapostular.
Einn sker sig úr og gagnrýnir það að fyrrverandi dópneytandi dæmi í karókíkeppni Stöðvar 2:
„Ég er í áfalli, mér finnst ég eiga svo mikið í Idolinu.", segir Bubbi Morthens. Hann segist hafa heyrt í fullt af fólki sem hóti að segja upp áskrift af Stöð 2 ef Björn verði ekki látinn fara. „Skaðinn er skeður, en þeir gætu minnkað hann með því að láta hann fara og ráða annan dómara í Idolið," segir Bubbi að lokum.
Steinar? Glerhús?
---
UPPFÆRT 11:20
---
Bubbi skrifar eftirfarandi á heimasíðu sína:
"Mér varð á í dag það hringdi í mig kona frá vísi.is og var að biðja mig tala við Telmu Tómasar
við fórum að ræða þetta leiðinda mál með Birni og það sem ég sagði hélt ég að væri bara svona pæling um stöðuna á þessu máli en ég gerði mér einga grein fyrir því þetta væri viðtal þannig hefði svo verið hefði ég hagað orðum mínum öðruvísi Björn átti ekki þetta skilið frá mér í dag enn ég ber ábirð á því sem ég seigi og ég sagði þetta við þessa konu þannig ég bið hann afsökunar á þessu orðum mínum," skrifar Bubbi á heimasíðu sína Bubbi.is í dag.
Gott hjá Bubba!
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
Gott að hann er allavega reiðubúinn að axla ábirð.
Skrifa ummæli
<< Home