Fjölmiðlagagnrýni 1
Röflið hefur undir höndum nýtt og ákaflega skemmtilegt Bændablað. Óhætt er að segja að þar sé skúbbað ýmsu sem ratar ekki á síður Morgunblaðsins eða Baugsmiðlanna.
Aðalfyrirsögnin er: GRASMAÐKUR HERJAR Á LANDBROTSAFRÉTT
Tilvitnun "Grasmaðkur hefur eytt gróðri um mestalla Landbrotsafrétt í Skaftárhreppi langt fram á heiðar. Landið er allt hvítt yfir að líta nema örfáir mýrarflákar en þar þrífst grasmaðkur ekki. Allt vallendi er gersamlega gróðurlaust."
Einnig:
MIKILL SKORTUR Á NAUTAKJÖTI
"Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir...."Við gætum selt alla nautavöðva sem nú eru í boði tvisvar til þrisvar sinnum"".
Vonandi kemur ekki til þess. Einnig fannst mér athyglisvert að sjá eftirfarandi:
SNEIDDUR OSTUR FRAMTÍÐIN
"Við trúum því að sneiddur ostur sé framtíðin eins og annað álegg" segir Þorsteinn Karlsson framkvæmdastjóri [Osta og smjösölunnar]. Framtíðin er greinilega áhugaverð í Osta og smjörsölunni.
Víst er að margir munu vilja fylgja ráðleggingum blaðsins
HAGSTÆTT AÐ FLÝTA SUMARSLÁTRUN
"Í ár voraði óvenju snemma og gróður var mun fyrr á ferðinni en í meðalári. Svipað gerðist í fyrra en þó mun þetta vor hafa vinninginn. Þegar svo snemma vorar er hætt við að grös sölni snemma, það sýnir reynslan. Próteininnihald fer að falla snemma, jafnvel á miðju sumri." Snilld.
Bændablaðið fær 3 stjörnur af 5
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home