Fótboltahelgi ein mikil - og gleði
Fótboltamót auglýsingastofanna er á morgun. Við mætum með öflugt lið, þótt nokkur meiðsli hrjái lykilmenn - og mig. Gott fólk á titil að verja. Síðan er landsleikurinn gegn Búlgaríu og verður fróðlegt að sjá hvort árangurinn gegn Ítölum var bara blaðra. Síðan er partí um kvöldið þar sem leikin verður tónlist af iPod. Sunnudagurinn fer væntalega í að ná sér og svona.
Kvöldið í kvöld er hins vegar óskrifað blað, nema hvað varðar bjór eftir vinnu með góðum drengjum, hugsanlega PubQuiz á Grand Rokk.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
Eitthvað finnst mér XCup gleymast hjá þér!!! ÓJ
Skrifa ummæli
<< Home