mánudagur, september 06, 2004

Fótboltamót auglýsingastofanna - Dómaraskandall!

"Dómari! Það var víst hendi! Kanntu ekki að dæma!"

Þessir frasar og fleiri dugðu Góðu fólki ekki til sigurs í fótboltakeppni (lánsmanna) auglýsingastofanna. Fleiri lið voru greinilega búnir að fatta trikkið okkar í fyrra, að fá bara nógu góða lánsmenn, og má því segja að við höfum fallið á eigin bragði. Mín statístík er reyndar ágæt; skoraði helming markanna og lagði upp hinn helminginn (ef löng og föst sending (hreinsun) upp gegnum pakkann á miðjunni telst vera að leggja upp mark.) Ekki slæmt fyrir varnarmann. Mánudagsboltinn hefst í kvöld en hann er leikinn af valinkunnum heiðursmönnum í Valsheimilinu rétt fyrir miðnætti á mánudögum. Maður er að sofna upp undir kl. 3 á þriðjudagsmorgnum....

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home