Forsetakosningarnar
Sáum í gær myndina Bush's Brain. Ef George Bush er strengjabrúða þá er Karl Rove brúðumeistarinn. Virðist eiga heimsmet í dörtí-kampein-trixum. Plantaði hlerunartæki inni hjá sjálfum sér til að koma höggi á keppinaut. Komst í náðina hjá Bush fjölskyldunni og síðan hefur vegur hans farið vaxandi og siðferðinu hnignandi. Nú eru réttar 2 vikur í forsetakosningar og leiða menn líkum að því að fram á kjördag muni skítabragð af forsetaleðjuslagnum enn aukast. Ég er nú ekkert sérstaklega hrifinn af þessum lúmsku árásum á Dick Cheney út af lesbískri dóttur hans. En hvaða skítatromp eiga repúblíkanarnir uppi í erminni? Munu þeir hamra á lágum skattgreiðslum Theresu Heinz Kerry? Kemur eitthvað meira út úr þessu Víetnam-rugli? Eða bara meira svona?
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home