miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Pappalöggur 2

Menn muna eftir pappalöggunum hennar Sólveigar Pétursdóttur. Þeir hafa nú verið teknir af götunum og voru líklega settir í að rannsaka olíusamráðið. Um þetta mætti gera mynd.

Pappalöggur 2 væri svo framhaldið og fjallar um myndavélarnar á umferðarljósunum. Í raun eru þetta ekki myndavélar, þótt svo megi halda, heldur bara tómir kassar og svo er ein vél í gangi sem er flutt á milli gatnamóta með reglulegu millibili. Sá áðan einhverja aumingjans löggu í stiga að setja þetta fyrirbæri inn í kassann við gatnamót Suðurlands- og Kringlumýrarbrautar. Ef þetta á að virka almennilega, af hverju er þetta þá ekki gert almennilega? Er ekki verið að hvetja menn til að taka sénsinn og fara yfir á rauðu fyrst myndavélin "gæti verið" einhvers staðar annars staðar. Getum við ekki splæst í fleiri vélar?

Hafa þetta bara stafrænt og í hvert skipti sem þú ferð yfir á rauðu þá bara dregst X-upphæð af bankareikningnum þínum??

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home