þriðjudagur, janúar 18, 2005

Laug Halldór að þjóðinni

Hvar eru allir duglegu fréttamennirnir núna? Eftir yfirlýsingu Halldórs frá því í gær, sem kom eftir skúbbið hans Gumma Steingríms í sunnudagsþættinum á Skjá einum, er ekki annað eftir en að klippa saman alla þá vitleysu sem menn hafa látið út úr sér um hvernig bar að stuðning íslensku þjóðarinnar við stríðið í Írak.

Jú menn höfðu rætt Íraksmálið hér og þar og jú Saddam var ekki barnanna bestur, en að Íslendingar hafi gengið fram fyrir skjöldu í að styðja þetta stríð í bandaríkskri blindni, það var ákvörðun sem tveir menn tóku bara sisvona. Svo benda menn á Danmörku og Bretland og segja að þeir hafi líka stutt þetta stríð, sem er rétt. En það var að undangegnum þrælmiklum umræðum þar sem menn þurftu að beita fyrir sig miklum klókindum og lygaskýrslum til að fá málið samþykkt.

Hér var ekkert samþykkt. Og eiga menn að komast upp með það??

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home