Loksins x2
Loksins komst ég á skíði í gær. Frábært færi í Bláfjöllum. Ahhh. Svo var auðvitað komin löng röð um kl. 7 þannig að þá fór mesti glansinn af þessu, en það þýðir ekkert að væla yfir því.+
Loksins er ég byrjaður að hlusta á nýju Tom Waits plötuna sem ég fékk í Amazonpóstinum um daginn. Ég er búinn að renna henni tvisvar í gegn og ég held að þetta sé hreinlega bara ein besta platan sem ég hef heyrt lengi. Hlakka til að láta mig síga varlega ofan í þessa plötu. Fékk líka Elliot Smith og hún er líka frábær.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home