Bara svo það sé á hreinu
Þið sem voruð að velta fyrir ykkur hvar internetið var í gærkvöldi, þá var það hjá mér. Ég fékk semsagt netið heim til mín í gær og gerði ótal tilraunir á því og nú er það semsagt komið í gagnið að fullu og öllu, þráðlaust og læti.
Þetta er t.d. röflað að heiman! Það var í sjálfu sér ekki flókið að komast í samband, pakkinn var klár frá &Vodafone, og tölvan fann sambandið strax. Vandræðin voru hins vegar þau að þegar ég ætlaði að virkja Airport Express græjuna þá lenti ég í vandræðum með að Apple snilligræjan vildi ekkert tala við ótýndan Linksys beininn. Þess vegna gat ég ekki hlustað þráðlaust á iTunes í græjunum heima og verið á netinu á sama tíma. Ef einhver lunkinn lesandi kann einfalt ráð við þessu þá má gjarnan láta mig vita. En netið er semsagt komið aftur í almenna dreifingu. Netið er framtíðin og framtíðin er heima hjá mér.
Á morgun er Ímark dagurinn og vona ég að sjálfsögðu að Gott fólk sópi að sér verðlaunum, þótt það verði að teljast ótrúlegt þar sem stofan fékk fáar tilnefningar, eða jafn margar og verðlaunin voru í fyrra. Það væri gaman ef Kvennalandsliðið mundi hirða eitthvað, en það verður að viðurkennast að áhugi minn á þessari keppni hefur helmingast á hverju ári síðan ég byrjaði í bransanum fyrir 6 keppnum síðan. Samt er alltaf betra að vinna en ekki. Þannig er nú það. Síðan væri fínt ef nýju nágrannarnir í Fíton fengju eitthvað fyrir sinn snúð. Þau eru fín.
Nýja vinnan er að kikka inn og það er ennþá gaman að vinna niðri í bæ. Kannski erum við að fara að flytja á nýjan stað og það er mjjjjjjjjög spennandi og ennþá meira miðsvæðis, eiginlega alveg í blámiðju bæjarins eins og hún var skilgreind á sínum tíma. Það er þó rétt að taka fram að ekki er átt við Kaffi Reykjavík. Verkefnastaðan er ágæt og nokkur stór og athyglisverð verkefni í gangi.
Árangur Man Utd í Meistaradeildinni? Hann er ekkert til að tala um.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home