miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Long time, no röfl

Jæja lesendur, loksins kemur eitthvað röfl.

Eftir töluverð veikindi undanfarið er mér að batna og það á nýjum vinnustað við Garðstræti. Helstu viðbrigðin eru þau að fara úr ca 30 manna og 500 fm vinnustað yfir í þríeyki á 25 fermetrum. Verkefnin eru að skríða af stað og lofa góðu. Fréttir helgarinnar voru þær að Gott fólk og Mátturinn ætla að sameinast sem þýðir að það fyrirtæki sem ég vinn hjá tengist Góðu fólki ákveðnum böndum þannig að vonandi verður ekki langt á milli mín og Góðs fólks.

Það er athyglisvert að þegar ofurstarfsmaðurinn ég hætti þá þarf að kaupa inn heila auglýsingastofu til að bregðast við því. Staðreyndirnar tala sínu máli.

Það er gaman að vinna í miðbænum, í gær fékk ég mér Bæjarins beztu, en í dag var það Kínahúsið. Ef þetta væri Síðumúlinn þá væri ég oficially búinn með alla veitingastaðina í grenndinni.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ekki vill svo til að þú ert maður einsamall?

8:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home