Stolt dagsins
Það er hún Arna systir mín sem komst í gær inn í virtan dansskóla í London. Nú þarf hún bara að ákveða hvort hún tekur því:)
Ef það gengur eftir á ég einn bróður í Dyflini, annan í Árósum, systur á Selfossi, systur í London og bróður í Vesturbænum. Fer að verða hálf einmanalegt hér á skerinu, og þó, það stendur fyrir dyrum fjölgun á Selfossi:)
Annars er ég líklega að verða lasinn. Vonandi er það ekki þessi fjárans flensa sem allt er að drepa. Sjáum til.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home