föstudagur, febrúar 11, 2005

Last Day of Disco

Þvílík kaldhæðni örlaganna að vera veikur síðustu dagana í vinnunni sem ég hef unnið án veikinda í tæp sex ár. En ég er þó mættur og mun brátt hefja niðurpökkun í kassa. Svo er kveðjufögnuður í kvöld, þar sem starfsfólkið gleðst yfir mínum brottförum. Ýmislegt er þó í gangi sem bendir til þess að ég hverfi mun skemur á braut en upphaflega var ráðgert. Meira um það síðar. Menn eru þegar byrjaðir að skipta milli sín þeim hlutum sem tilheyra mér hérna, Raggi fær tölvuna, Marta stólinn og hleðslutækið en Einar fær hátalarana.

Ætli mér verði mikið úr verki í dag? Varla.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home