fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Faglegur áhugi á nýyrðasmíði

Mér finnst sérstaklega áhugaverð umræðan á Málbeininu um orðið spunalæknir. Eins og segir þar er spunalæknir veikburða þýðingartilraun á orðinu Spin Doctor en starfsviði viðkomandi er lýst svona:

"Almannatengslafulltrúi/fjölmiðlafulltrúi sem reynir að fyrirbyggja neikvætt umtal með því að birta jákvæða túlkun orða eða gerða fyrirtækis, stjórnmálamanns eða frægs einstaklings. "

Mér datt í hug að viðkomandi starfsmaður gæti heitið Álitamálari (sá sem skapar álit/vinnur úr álitamálum) eða jafnvel Álitari.

Örn Úlfar Sævarsson, álitamálari.
Örn Úlfar Sævarsson, álitari
Örn Úlfar Sævarsson, áhámmm.



Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Álitun Adlers ef þú verður sjálfstæður álitari einhvern tíma?

ks

5:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home