mánudagur, febrúar 07, 2005

Andri Snær er snjall

Mér finnst hugmyndin hans um að myrkva borgina í hálftíma tær snilld. Það væri gríðarlega athglisverður viðburður að fá að sjá stjörnuhimininn yfir borginni. Að stoppa þessa hugmynd í borgarráði er í besta falli asnalegt, í versta falli dæmi um tréhausahátt þreyttra embættismanna, sem nenna ekki.

Helgin var góð, ó já. Byrjaði með langþráðum sigri í Pubbkvissinu. Sallafín frammistaða.
Nota bene við fondú í góðum félagsskap er að maturinn eldast svo hægt og rólega að maður borðar líklega minna - en drekkur þeim mun meira rauðvín í staðinn - og stuðið eftir því.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home