Úrvals textagerð
Rakst á þennan textabút á makki.is. Þetta er fræbærlega orðað og lýsir ansi vel stemmningunni í Apple hópnum gagnvart hinum týndu sauðum sem eru þó í miklum meirihluta tölvunotenda. Njótið vel:
Þegar Apple hefur kynnt nýja afurð líður venjulega ekki á löngu áður en hugmyndasnauðir PC framleiðendur reyna að gera eftirlíkingar. Nú er það Mac mini hönnunin sem er að feta sig inn í myrkviði PC iðnaðarins. Komin er frumútgáfa frá Intel úr plasti sem er ekkert annað en dapurleg eftirlíking af hinni vinsælu tölvu frá Apple. Í náinni framtíð munum við væntanlega sjá eitthvað fyrirbrigði með t.d. heitinu Mini Dell. En þetta breytir engu. Slík tölva mun aldrei innihalda það eftirsóttasta, nefnilega Mac OS X stýrikerfið og önnur forrit frá Apple. Þeir sem munu láta glepjast og kaupa slíkar eftirlíkingar verða áfram í miðstýrðri myrkraveröld, veirusýkinga og almennra leiðinda þrátt fyrir umbúðirnar.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home