mánudagur, mars 07, 2005

Veit einhver

Hvaða veitingastaðir voru terroríseraðir af okkar vinalega skattrannsóknarstjóra fyrir helgina? Ég man eftir því að ég fékk þennan mann einu sinni í útvarpsviðtal, átti von á stífvirðulegum embættismanni en þegar þessi góðlegi kall birtist í krumpugalla fékk ég hláturskast.

Erfitt ferðalag fram undan hjá félögum mínum í sameinaða Manchesterfélaginu í fótbolta. Ef þeim tekst ekki að skora gegn Crystal Palace, hvernig ætla þeir þá að skora hjá AC Milan? Hef lúmskan grun um að Liverpool verði eina enska liðið til að komast áfram. Væri þó alveg til í að þessu væri öfugt farið.

Allir sáttir annars?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home