Enginn veit
Nú er komið að óvissuferð Lárusar Rist. Á morgun heldur hópur góðra drengja út í óvissuna með viljann einan að vopni. Enginn veit. Fyrr en reynir á. Óvissunefnd LR hefur að sögn unnið, þó ekki markvisst, að skipulagningu leiðangursins undanfarna mánuði til að ná fram sem mestri óvissu um ferðina. Gera má ráð fyrir að menn komi almennt mjög óvissir heim, ef þeir þá rata heim, og er óvíst um að menn verði til frásagnar um það sem gerist, eða gerist ekki, á þeim óvissutímum sem vofa yfir. Helgin lofar annars góðu...ef.....
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home