mosaic
Frábær helgi að baki. Byrjaði með látum á poshi ársins í Skautahöllinni. Takið eftir hárinu á tilvonandi fyrrverandi fréttastjóranum.....
mosaic
Originally uploaded by Adler.
Úr glansgallanum seint um föstudagsnótt í ferðagallann snemma á laugardagsmorgun. Beint upp í bústað með viðkomu í Gallerí Kjöt. Frábært veður og legið á pallinum og aðeins hugað að garðrækt, flötin slegin. Fruntalega gott naut grilllað og snætt á pallinum og setið úti við rauðvínssötur langt fram á kvöld með aðstoð gasofnsins Gascoigne.
Sunnudagurinn tekinn í æfingagöngu til að hita upp fyrir Laugaveginn og gengið um ægifagurt gilið í sumarbústaðalandi Félags bókagerðarmanna. Þvílík forréttindi að hafa svona náttúrudýrð við þröskuldinn hjá sér. Á leiðinni heim var tekið test-drive á marg auglýstum "brjáluðum pizzum" á Café Kidda Rót í Hveragerði, sem einnig er þekktur fyrir "rómantíska hamborgara". Pizzurnar reyndust ekki alveg eins brjálaðar og vonast hafði verið eftir.
Síðan var horft á Napóleon, en þættirnir eru byggðir á skáldsagnabálki Max Gallo sem áður hefur verið bloggað um á þessari slóð, og 24 sem er óvenju spennandi einmitt núna.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home