föstudagur, júní 10, 2005

Byggð i Engey

Eins og kemur fram í blogginu hér fyrir neðan þá hef ég verið að velta fyrir mér hvernig sjálfstæðismenn ætla að fara að því að búa til einbýlishúsahverfi fyrir Engeyjarættina úti í Engey. Lausnin kom í ljós þegar ég labbaði niður á höfn og sá Engey RE 1. Það er örugglega hægt að þétta byggðina töluvert með því að reisa nokkur einbýlishús á dekkinu á þessum risatogara.

getFile
Originally uploaded by Adler.



Svo er rétt að það komi fram að David Beckham er ekki í bænum. Það er bara kjaftasaga. Reyndar er David Beckham alls ekki til en það er önnur og aðeins flóknari saga.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home