þriðjudagur, júní 14, 2005

Sjaldan fellur eplið langt frá Framsóknarflokknum

Ekki leitaði Framsóknarflokkurinn langt yfir skammt til að finna forstjóra nýja Samkeppniseftirlitsins. Ojæja. Þótt Pabbi Páls Gunnars Pálssonar Péturssonar frá Höllustöðum, fyrrum ráðherra, sitji í Lyfjaverðsnefnd og víðar fyrir flokkinn, þá má náttúrlega ekki láta strákinn gjalda fyrir það....

Skemmtilegur fótbolti í gær á grasi í Starhaganum í góðum hópi. Síðan horft á sjónvarpsleikritið Closer í gervi bíómyndar. Alltaf er það nú jafn gott lagið með Damien Rice.

Íslenska sumarið var í gær. Nú er farið að hausta. Bráðum falla laufin og ljóðskáldin draga fram svörtu frakkana sína.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home