þriðjudagur, júní 07, 2005

Keisaraveldið snýr aftur - aftur

Hélt uppteknum hætti í gær og fékk Bakslátt Keisaraveldisins sem fríspólu. Gaman að endur upplifa dæmið, sérstaklega á 12 ára gamalli VHS spólu þar sem ekkert var búið að eiga við myndina til að fela misfellur þeirra daga tæknibrellna. Svarthöfði var alveg í S inu sínu og maður fann vel hversu takmarkalaust grimmur hann er og hvernig hann leitar Loga miskunnarlaust uppi í þeim tilgangi að reyna að snúa honum á sitt (Sith?) band með það fyrir augum að steypa keisaranum og rúla galaxíinu.

Styttist í Laugaveginn. 21.-26. júní verður hann þrammaður svo eftir verður tekið.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home