miðvikudagur, júní 08, 2005

Eyjabyggð eða ekki byggð?

Nú eru allir að tala um skipulagsmál. R listinn glímir við vandamál sem felst í því að hann boðar samráð og umræðustjórnmál en hefur þéttingu byggðar á stefnuskránni. Reynslan sýnir þó að allir eru fylgjandi þéttingu byggðar, nema íbúðar þeirrar byggðar sem á að þétta. Þetta viðhorf hefur verið kallað "Not in my backyard attitude". Allt samráð við slíkt fólk er erfitt, svo vægt sé til orða tekið, og hefur í för með sér mikla fjölmiðlaumfjöllun um viðkomandi valdhafa á neikvæðum nótum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur vit á því að koma með hugmyndir um byggð ofan á lundaholunum í Akurey. Ekki þarf að hafa neitt samráð við lundana sem hingað til hafa setið einir að byggð á þessu rokrassgati.

Mér þætti gaman að vita hvort Björn Bjarnason er hrifinn af hugmyndum D-listans en hann talaði um tvöfalt umhverfisslys kringum síðustu kosningar þegar grjót úr Geldinganesi væri flutt í landfyllingu við Örfirisey. Tvöfalt umhverfisslys hvorki meira né minna. D-listinn hefur reyndar ekkert sagt um það hvar hann ætlar að fá grjótið í Eyjabyggðina enda nóg af grjóti alls staðar. Kannski Árni Johnsen verði þeim innan handar og selji þeim grjótmulning úr göngunum til Eyja? Vonandi fylgja þessi svokölluðu listaverk hans með i kaupunum, besta notkunin á þeim væri einmitt í landfyllingu.

Vatnsmýrin er að sjálfsögðu stóra málið í þessu og löngu tímabært að menn komist að niðurstöðu í þeim efnum. Ég hef sjálfur töluverðar efasemdir um að halda risastóra hugmyndasamkeppni um málið Hvað verður í verðlaun? Lóð í Lambaseli?

Risastór exklúsív tískusýning yfirvofandi á föstudaginn í Skautahöllinni. Nú vandast málið. Í hverju á maður að fara á tískusýningu? Ætli hógværð sé ekki lykillinn. Ekki vill maður skyggja á tískuna á sýningunni.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home