mánudagur, september 26, 2005

Athyglisverð helgi

Þetta hefur verið athyglisverð helgi að mörgu leyti og maður les blöðin með óbragð í munninum. Nóg um það.
Sáum Kalla og sælgætisgerðina á föstudag, þvílík skemmtun - algjör nammidagur í bíó.
Fórum í heimsókn í bústað í Borgarfirðinum og grilluðum nautalund, þó ekki úr Guttormi, of lítil til þess. Skrabblað og Fimbulfambað fram á nótt.
Sjálf fengum við svo fullt af góðum gestum og allt í gangi. Lauk svo Njálu á sunnudagskvöld eftir að sjá Kallakaffi sem ég var ekki hundóánægður með þótt íslenskur dósahlátur hljómi hálfbjánalega.

Í dag er mánudagur og spáð ofsaveðri um land allt, ekki aðeins á síðum dagblaðanna.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home