föstudagur, september 23, 2005

Kysstur af vændiskonu

Já, segiði svo að maður lifi bragðdaufu lífi. Fórum á Edit Piaf í Þjóðleikhúsinu í gær og í upphafi sýningarinnar streyma vændiskonur um salinn og heilsa upp á fyrrum viðskiptavini sem sitja í salnum. Ég sat út á enda og var svo heppinn að fá eina í fangið og smellti hún einum á röflarann. Þar var á ferðinni hin frábæra leikkona og mín fyrrum skólasystir Sólveig Arnarsdóttir sem ég hef lengi spáð miklum frama á fjölum og filmu.

Þessi óvænta byrjun gaf tóninn fyrir frábæra sýningu, en líklega eru allir leiðir á góðum dómum um Edit Piaf sem hefur gengið lengur en elstu leikhúsmelir muna. Því segi ég bara, drífið ykkur að sjá þetta, örfáar sýningar eftir --- og reynið jafnvel að fá sæti úti í kanti.

Annars er frekar dauflegt um að litast í kollinum á mér. Hvernig er stemmningin þarna úti?

Eitthvað á þessa leið? Eitt af mínum uppáhalds:

Lengir nóttu, lúta höfðum blóm,
laufið titrar fölt á háum reinum,
vindur hvíslar ömurlegum óm
illri fregn að kvíðnum skógargreinum,
greinar segja fugli og fuglinn þagnar.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home