miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Aðeins um óréttláta skattheimtu

Það eru til skattar og svo eru til óréttlátir skattar. Ég held að stimpilgjald hljóti að vera einn sá allra óréttlátasti. Hvers á fólk að gjalda sem er að taka sér lán til að koma þaki yfir höfuðið að ríkið hrifsi til sín 1,5%??? Þetta getur verið mjög há upphæð, sérstaklega fyrir þá sem þurfa stórt húsnæði. Ég nefni þetta samt bara af því ég áttaði mig á þeim svíðingsskap að fólk er í rauninni að taka lán fyrir þessum skatti. Það er, stimpilgjaldið er dregið af láninu þannig að fólk er í raun og veru að borga stimpilgjaldið á allt að fjörutíu árum, sem þýðir að gjaldið margfaldast í raun! Það mætti nú einhver taka þetta upp og afnema þennan óréttláta skatt eða færa hann til betri vegar.

Þá var ég að fá vegabréf og það kostar meira en Sjálfstætt fólk. Hvaða þvæla er það? Bölvuð dulda skattheimtan líka.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home