þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Þenslan i hnotskurn

Nú er verið að hlaða vörubíl úti í bæ með heimilistækjum ætluðum til notkunar á R39. Kemur hlassið í hús í dag og verður vonandi tekið til kostanna sem allra fyrst. Um er að ræða innfluttan varning: ísskáp, uppþvottavél, spansuðuborð, bakarofn og gufugleypi. Reyndar vildi ég frekar eldgleypi en hann fékkst ekki. Vonandi hefur þetta ekki í för með sér of mikla þenslu í þjóðfélaginu þótt greiðslugeta okkar sé þanin til hins ítrasta í bili.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home