Staðan
Fyrir 2 vikum birti ég yfirlit yfir stöðuna á R39. Staðan hefur heldur betur breyst og nú eru komnar hurðar á skápana, nema ísskápinn en önnur hurðin á hann og ein lítil framhlið á skúffu er það eina sem okkur vantar frá IKEA. Borðplötur komnar á, úrfræsaðar og olíubornar, gufgleypir kominn upp, hellur og ofn tilbúin til tengingar. Allt að gerast. Reikna má með gólfefni go veggflísum næstu helgi en í vikunni verða græjur og blöndunartæki tengd, þó ekki saman.
Dagur B. íhugar framboð. Ég vil að hann verði borgarstjóri og skora á hann í hvert skipti sem við hittumst.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
3 Comments:
Áfram Dagur!
ÁA
Hlakka til að sjá framfarirnar!!!
AÝS
Já, áfram Dagur!
Ester
Skrifa ummæli
<< Home